Fjarðargangan - Nætur Fjarðargangan

Dagsetning

11. feb 2022 - 12. feb 2022


Skipuleggjendur

Skíðafélag Ólafsfjarðar

Staðsetning

Ólafsfjörður


Viðburðarstjóri

Kristján Hauksson

Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 11.-12. febrúar 2022. Þrátt fyrir að gangan í fyrra hafi verið rafræn vegna Covid tókst hún líka frábærlega, það er bara allt geggjað við Fjarðargönguna!
Í vetur munum við blása til sóknar og bjóða upp á "NÆTUR" Fjarðargöngu á föstudagskvöldinu 11. febrúar. Laugardaginn 12.febrúar verður svo "aðal" Fjarðargangan þar sem öllu verður til tjaldað. Reyndar munum við ekki spara neitt við nætur gönguna, nú verður þetta bara veisla bæði föstudag og laugardag!!!!
Eins og allir vita hefur verið uppselt í Fjarðargönguna undanfarin ár. Við höldum áfram að hafa fjöldatakmarkanir og nú verða 400 rásnúmer til sölu í Fjarðargönguna 12.febrúar. Við erum í fyrsta skipti að bjóða upp á nætur Fjarðargöngu 11.febrúar sem verður svakalega skemmtilegt. Gengið í sömu braut og er hún upplýst nánast allan hringinn. Fjöldatakmörkun í NÆTUR Fjarðargönguna verður 150 rásnúmer.
Stemmningin er mögnuð í Fjarðargöngunni, öll aðstaða í miðjum bænum, startað í miðbænum og brautarlögn eftir götum Ólafsfjarðarbæjar að hluta. 

 

Fjöldatakmörkun í Fjarðargönguna 12.feb 2022 er 400 rásnúmer samtals.

Fjarðargangan 30 km fyrir 17 ára og eldri (Íslandsganga SKÍ)
Skráningargjald 10.000 kr. til og með 10.janúar, eftir það hækkar skráningargjald í 14.000 kr.
Skráningu líkur 12.febrúar kl. 09:00. Dregið í happadrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan. Allir sem taka þátt í 30 km fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

Fjarðargangan 15 km fyrir 12 ára og eldri
Skráningargjald 5.000 kr. til og með 10.janúar, eftir það hækkar skráningargjald í 7.000 kr.
Skráningu líkur 12.febrúar kl. 09:00. Dregið í happdrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan. Allir sem taka þátt í 15 km fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

3,5 / 7 km ekkert aldurstakmark (þú ræður vegalengdinni)
Skráningargjald 3.000 kr, Skráningu líkur 12.febrúar kl. 09:00.allir þátttakendur fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

NÆTUR Fjarðargangan 11.febrúar 30 km fyrir 17 ára og eldri.
Skráningargjald 10.000 kr til og með 10.janúar, eftir það hækkar skráningargjaldið í 14.000 kr. 
Fjöldatakmörkun 150 rásnúmer.
Skráningu líkur 11.febrúar kl. 19:00. Dregið í happadrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan. Allir sem taka þátt í 30 km fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.

Báðar göngurnar !!
Nætur Fjarðargangan 11.febrúar og Fjarðargangan 12.febrúar 30km 17 ára og eldri.
Skráningargjald 15.000 kr. til og með 10.janúar, eftir það hækkar skráningargjaldið í 20.000 kr.

Drög að dagskrá 11.-12. febrúar 2022
Föstudaginn 11. febrúar:
Afhending gagna
Nætur Fjarðargangan kl 22:00
Laugardag 12. febrúar
08-10: Afhending gagna, brautarlýsing, útdráttarverðlaun.
11:00: Fjarðargangan - allir flokkar ræstir
13:00: Veitingar í Tjarnarborg, verðlaunaafhending.

Nánari upplýsingar:
Skráning fer fram á netskraning.is/fjardarganga
Facebook: Fjarðargangan

Verið hjartanlega velkomin í Fjallabyggð!

Upplýsingar

Grein: Skíðaganga - Hefðbundin aðferð

Tegund: Almenningsmót

Lengd: 30 km

Rástími: 11. feb 2022 kl: 22:00

Flokkar

17 ára og eldri

Úrslit eru væntanleg