Orkugangan

Dagsetning

9. Apr 2022


Skipuleggjendur

Íþróttafélagið Völsungur

Staðsetning

Húsavík


Viðburðarstjóri

Jón Viðar Þorvaldsson

Buch-Orkugangan 2022
Buch-Orkugangan fer fram á Reykjaheiði laugardaginn 9. apríl 2022.
Gangan hefst við Þeistareykjavirkjun og endar við gönguskíðasvæðið á Reykjarheiði.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir 25 km ganga með hefðbundinni aðferð ásamt 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.
Rásmark 25 km Buch-Orkugöngunnar er við Þeistareykjavirkjun, rásmark 10 km suðaustan við Höskuldsvatn og 2,5 km er á gönguskíðasvæði á Reykjaheiði.

Buch-Orkugangan er skemmtileg ganga fyrir alla, á öllum aldri, bæði þá sem leitast eftir ánægjulegri útivist og félagsskap, og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.
Allir eru velkomnir að eiga ánægjulegan tíma í Buch-Orkugöngunni og á Húsavík.
Buch-Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins.

Dagskrá 8. – 9. apríl 2022:
Föstudag 8. apríl
Afhending keppnisgagna milli kl 17 og 21 hjá Ísfell (niður við höfn), endilega mæta þau sem eru á svæðinu og sækja gögnin sín.

Laugardag 9. apríl
08:30 Afhending gagna á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.
09:45 Rúta leggur af stað frá svæði skíðagöngudeildar að rásmarki í 25 og 10 km göngum (Rútuferð er innifalin í skráningargjaldi).
Verðlaunaafhending, veitingar verða strax að lokinni göngu.

Rástímar
Allar vegalengdir verða ræstar kl. 11:00
Forstart Orkugöngunnar. Þeir göngumenn sem telja sig verða lengur en 2,5 klst að ganga 25 km geta fengið að fara af stað frá Þeistareykjum hálftíma á undan hinum, þeim verður startað kl 10:30.

Þátttökugjald
25 km ganga – 7.000 kr til og með 31. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 9.000 kr.
10 km ganga – 4.000 kr til og með 31. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 6.000 kr.
2,5 km ganga – 1000 kr.
Skráningu líkur 7. apríl.

Aldursflokkar
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni.
10 km og 2,5 km: Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni.

Allir þátttakendur í Buch-Orkugöngunni fá 50% afslátt að GeoSea sjóböðunum til að slaka á eftir gönguna.

Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur alla daga. Sjá áætlun á www.ernir.is

Fylgist með nýjustu upplýsingum um Buch-Orkugangan á Facebook síðunni okkar!

Buch-Orkugangan 2022
Buch-Orkugangan fer fram á Reykjaheiði laugardaginn 9. apríl 2022.
Gangan hefst við Þeistareykjavirkjun og endar við gönguskíðasvæðið á Reykjarheiði.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir 25 km ganga með hefðbundinni aðferð ásamt 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.
Rásmark 25 km Buch-Orkugöngunnar er við Þeistareykjavirkjun, rásmark 10 km suðaustan við Höskuldsvatn og 2,5 km er á gönguskíðasvæði á Reykjaheiði.

Buch-Orkugangan er skemmtileg ganga fyrir alla, á öllum aldri, bæði þá sem leitast eftir ánægjulegri útivist og félagsskap, og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.
Allir eru velkomnir að eiga ánægjulegan tíma í Buch-Orkugöngunni og á Húsavík.
Buch-Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins.

Dagskrá 8. – 9. apríl 2022:
Föstudag 8. apríl
Afhending keppnisgagna milli kl 17 og 21 hjá Ísfell (niður við höfn), endilega mæta þau sem eru á svæðinu og sækja gögnin sín.

Laugardag 9. apríl
08:30 Afhending gagna á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.
09:45 Rúta leggur af stað frá svæði skíðagöngudeildar að rásmarki í 25 og 10 km göngum (Rútuferð er innifalin í skráningargjaldi).
Verðlaunaafhending, veitingar verða strax að lokinni göngu.

Rástímar
Allar vegalengdir verða ræstar kl. 11:00
Forstart Orkugöngunnar. Þeir göngumenn sem telja sig verða lengur en 2,5 klst að ganga 25 km geta fengið að fara af stað frá Þeistareykjum hálftíma á undan hinum, þeim verður startað kl 10:30.

Þátttökugjald
25 km ganga – 7.000 kr til og með 31. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 9.000 kr.
10 km ganga – 4.000 kr til og með 31. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 6.000 kr.
2,5 km ganga – 1000 kr.
Skráningu líkur 7. apríl.

Aldursflokkar
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni.
10 km og 2,5 km: Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni.

Allir þátttakendur í Buch-Orkugöngunni fá 50% afslátt að GeoSea sjóböðunum til að slaka á eftir gönguna.

Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur alla daga. Sjá áætlun á www.ernir.is

Fylgist með nýjustu upplýsingum um Buch-Orkugangan á Facebook síðunni okkar!

Upplýsingar

Grein: Skíðaganga - Hefðbundin aðferð

Tegund: Almenningsmót

Lengd: 60 km

Rástími: 9. Apr 2022 kl: 10:00

Flokkar

17 ára og eldri

Engin gögn fundust fyrir valinn flokk

Úrslit eru væntanleg