Til að skrá börnin þín í viðburði og mót er einfaldast að stofna aðgang fyrir þig, og skrá svo börnin undir þínu nafni, í svokallaðri foreldraskráningu. Þannig þurfa börnin sjálf ekki eigin aðgang að mótakerfinu og skráning er einfaldari fyrir alla.
Þegar börnin verða eldri er einfalt mál að stofna aðgang fyrir þau sjálf, þegar að því kemur að þau skrá sig í viðburði sjálf.
Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skráningar týnist eða tapist með þessu því kennitala barnsins sér til þess að keppnissagan haldist rétt, hvort sem barnið var skráð í viðburð/mót með aðgangi foreldris, eða eigin aðgangi.