Þessum viðburði er lokið
Dagsetning
12. Mar 2022
Skipuleggjendur
Skíðafélag Strandamanna
Strandagangan 2022
Strandagangan fer fram á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal á Ströndum laugardaginn 12. mars 2022.
Strandagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna og er hluti af Íslandsgöngumótaröðinni. Þetta er 28. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.
Í boði eru þrjár vegalengdir, 5 km, 10 km og 20 km, og þeir sem ljúka 20 km göngu fá stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar. 20 km. fyrir 17 ára og eldri
Skráningargjald til 1. mars 8.000 kr.
Eftir það 10.000 kr
10 km. ekkert aldurstakmark
Skráningargjald til 1. mars 6.000 kr.
Eftir það 8.000 kr.
5 km. ekkert aldurstakmark
Skráningargjald til 1. mars 4.000 kr.
Eftir það 5.000 kr.
Eins og samkomutakmarkanir eru í dag þá mun verða flæðandi start. Ef reglur verða rýmkaðar þá mun start verða endurskoðað.
Ekki verða drykkjarstöðvar í ár og fólk því hvatt til að vera með vatn í beltisbrúsum eða bakpokum.
Skráningu lýkur kl. 23:59 fimmtudaginn 10.mars.
Upplýsingar
Grein: Skíðaganga - Hefðbundin aðferð
Tegund: Almenningsmót
Lengd: 30 km
Rástími: 12. Mar 2022 kl: 12:00
Flokkar
17 ára og eldri