Hæfileikamótun snjóbretti - októberferð

Dagsetning

7. okt 2023 - 17. okt 2023


Skipuleggjendur

Skíðasamband Íslands

Staðsetning

Hintertux Austuríki

Hæfileikamótunarferð snjóbretta verður farin á Hintertux í Austuríki 7. -17. október.

Þessi ferð er kjörið tækifæri fyrir öll sem eru fædd 2005-2010 til þess að fá fleiri daga á snjó og hitta og kynnast iðkendum frá öllum landshlutum. Jökull Elí verður aðalþjálfari í þessari ferð.

 

Flogið verður með Icelandair til München 7. október og heim frá München 17. október og gist verður á Hotel Kristall.

Áætlað er að ferðin kosti um 250.000 – 280.000 kr. Skráningarfrestur í ferðina er til og með 4. ágúst og staðfestingargjald sem er 25.000 kr. þarf að greiða við skráningu. Þegar skráningu lýkur mun endanlegt verð liggja fyrir og verða loka greiðslur að berast í byrjun september.

Innifalið í verði:

Flug, hótel með morgunmat, kvöldmat og má taka nesti með upp í fjall, lyftukort og akstur.    SKÍ greiðir kostnað fyrir þjálfara og farastjóra.

Staðfestingargjald kr. 25.000- greiðist inn á og taka þarf fram nafnið á þeim sem greitt er fyrir og senda afrit á ski@ski.is

Kt.590269-1829

Banki 0162-26-3860

Allar nánari upplýsingar veitir Brynja í síma 846-0420 eða í netfangi brynja@ski.is

 

 

Upplýsingar

Grein: Snjóbretti - Brettastíll

Tegund: Viðburður

Lengd: 10 dagar

Mæting: 7. okt 2023 kl: 07:20

Flokkar

Allir keppendur

Allir þáttakendur

Eru villur eða rangt skráðar upplýsingar í úrslitunum?

Hafðu samband við mótsstjóra: Ekki skráð