Hæfileikamótun í snjóbrettum - æfingarhelgi

Hæfileikamótun í snjóbrettum - æfingarhelgi

Dagsetning

8. des 2023 - 10. des 2023


Skipuleggjendur

Skíðasamband Íslands

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Fyrir öll fædd 2004-2010

Veturinn er loksins að nálgast og stefnir í frábæran vetur. Við ætlum að byrja hann með látum með æfingarbúðum á snjó helgina 8.-10.des á höfuðborgarsvæðinu (árg. 2005-2010). Byggt verður park sérstaklega fyrir þessa helgi og haldið verður session þrjá daga í röð. Þar verður tónlist, stemning, góður matur og allt sem snjóbrettafólk þarf til þess að njóta sín og ná góðum æfingum. Einnig hefur heyrst að stór nöfn í bransanum ætla að láta sjá sig til þess að æfa og gefa góð ráð. Gist verður á höfuðborgaðsvæðinu eða í skála upp í Bláfjöllum en það fer eftir aðstæðum og snjó. Þetta er helgi sem enginn vill missa af. Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur inn á Facebook síðu Hæfileikamótunnar. 

Verð: 20.000 kr greiðist við skráningu inn á 0162-26-3860 kt. 590269-1829 og tilgreinið fyrir hvern er verið að greiða. 

ATH að lyftukort er ekki innifalið í verðinu. 

Upplýsingar

Grein: Snjóbretti - Brettastíll

Tegund: Viðburður

Lengd: 2

Mæting: 8. des 2023 kl: 18:00

Flokkar

Allir þáttakendur

Úrslit eru væntanleg