Þessum viðburði er lokið
Dagsetning
4. Mar 2022 - 6. Mar 2022
Skipuleggjendur
Skíðafélag Ísafjarðar
Bikarmót SKÍ í skíðagöngu, sem frestað var um nýliðna helgi, verður haldið á Seljalandsdal á Ísafirði dagana 4.-6. mars, en mótið er einnig alþjóðlegt FIS-mót.
Skráningar sem borist höfðu fyrir helgina verða látnar gilda áfram, en ef gera þarf einhverjar breytingar verða þær að berast í síðasta lagi kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 3. mars. Breytingarnar skal senda á diddiadda@gmail.com .
Keppendur 17 ára og eldri þurfa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS móti. Sótt um hjá ski@ski.is.
Starfsmenn:
Hákon Hermannssson Mótstjóri 7881980
Hlynur Kristinsson Brautarstjóri 6933358
Páll Janus Hilmarsson Tímataka 8976752
Heimir Hansson Mótssvæði 8623291