Andrésar Andarleikarnir 2023

Dagsetning

19. apr 2023 - 22. apr 2023


Skipuleggjendur

Skíðafélag Akureyrar

Staðsetning

Akureyri


Viðburðarstjóri

Kristinn Magnússon

Boðað er til 47. Andrésar andar leikanna sem fara fram í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 19.–22. apríl 2023.

Keppt verður í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum! Keppnisgreinar Keppt verður í hefðbundnum greinum alpagreina, skíðagöngu og snjóbretta í aldursflokkum barna 6-15 ára (börn fædd árin 2007-2016). 4 og 5 ára börnum (fædd 2017 og 2018) er boðið að taka þátt í leikjabraut í alpagreinum, brettum og göngu. Skrá þarf þessi börn eins og aðra keppendur sem iðkendur félaga. Mikilvægt er að þessi börn geti skíðað/rennt leikjabrautina sjálf án aðstoðar foreldra eða þjálfara. Keppni verður annars með sama sniði og síðustu ár og skal það áréttað að keppni í flokkum 12 ára og eldri er ekki hluti af bikarkeppni SKÍ. Áfram verður boðið upp á flokk fyrir fatlaða, svokallaðan Stjörnuflokk. Þar verða brekkur og brautarlagnir miðaðar við þá aðila sem munu skrá sig og því nauðsynlegt að fá upplýsingar um fötlun og getu þeirra sem skráðir verða til leiks á netfangið sem gefið er upp hér að neðan. Skráning Skráning fer fram dagana 6. – 12. mars 2023.

Í aðdraganda leikanna verður Facebook síða leikanna virk sem og heimasíða SKA – ww.skidi.is „Andrésar andar leikarnir“ á Facebook Með skíðakveðju úr Hlíðarfjalli Skíðafélag Akureyrar og undirbúningsnefnd Andrésar andar leikanna