Þessum viðburði er lokið
Dagsetning
18. Mar 2023
Skipuleggjendur
Skíðagöngufélagið Ullur
Bláfjallagangan 2023
Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum, við skála Ullunga, 18. mars 2023. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni.
Þessi ganga er sérstaklega fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk.
40 km fyrir 17 ára og eldri
Skráningargjald 10.000 kr. hækkar í 13.000 kr. 21. janúar
Þessi vegalengd telur til stiga í Íslandsgöngunni.
20 km
Skráningargjald 8.000 kr. hækkar í 10.000 kr. 21. janúar
5 km og 10 km
Skráningargjald 6.000 kr. hækkar í 8.000 kr. 21. janúar
12 ára og yngri greiða 1.500 kr.
Skráningu lýkur klukkan 12:00, 17. mars.
Dagskrá:
Fimmtudagurinn 16. mars
Afhending keppnisgagna í versluninni Everest í Skeifunni 6 milli klukkan 16 og 18
Föstudagurinn 17. mars
Afhending keppnisgagna í versluninni Everest í Skeifunni 6 milli klukkan 16 og 18
Laugardagurinn 18. mars
09:00: Ræsing fyrir keppendur í 40 km
10:00: Ræsing fyrir keppendur í 5 km, 10 km og 20 km
Verðlaunaafhending og kaffihlaðborð:
14:00: Kaffihlaðborð verður í safnaðarheimili Langholtskirkju, húsið opnar
14:30: Verðlaunaafhending fer fram á sama stað
Glæsileg útdráttarverðlaun afhend strax á eftir verðlaunaafhendingu
Allir þátttakendur fá frítt í sundlaugar Reykjavíkur
AFSLÁTTUR FYRIR EUROLOPPET
Þeir sem eiga Euroloppet vegabréf geta slegið EUROLOPPET í afsláttarkóða reitinn hér að neðan til að fá Euroloppet afsláttarverðið.