Páskaeggjamót SKA

Dagsetning

30. mar 2024


Skipuleggjendur

Skíðafélag Akureyrar

Staðsetning

Hlíðarfjall Akureyri Hjallabraut


Viðburðarstjóri

Kristinn Magnússon

Laugardaginn 30. mars ætlar Skíðafélag Akureyrar að halda OPIÐ páskaeggjamót í Hlíðarfjalli. Allir sem hafa áhuga geta skráð sig óháð því hvort þeir æfi skíði. Keppt verður í Hjallabraut í samhliðasvigi og er þetta útsláttarkeppni hjá öllum flokkum nema 6 ára og yngri sem fara aðeins eina ferð. Allir fá lítið páskaegg en sigurvegari hvers flokks 7 ára og eldri fær veglegt páskaegg. Keppni hefst klukkan 12 6 ára og yngri (2017 og yngri) 7-9 ára (2014-2016) Keppni hefst klukkan 13 10-12 ára (2011-2013) 13-15 ára (2008-2010) 16 ára og eldri (2007 og eldri) Óæfðir foreldrar Skráning fer fram rafrænt gegnum meðfylgjandi QR kóða til klukkan 20 kvöldið áður. Einnig verður hægt að skrá sig í Strýtuskála frá klukkan 10 til 11 á keppnisdegi. Þátttökugjald er kr. 1.500- fyrir börn og 3.000- fyrir 16 ára og eldri. Greiðslan staðfestir skráninguna. Frítt er fyrir SKA iðkendur. Keppnisgjald má greiða með Aur (nafn þátttakanda í skýringu), gsm: 891-7550 (Magnea Guðrún Gróa Karlsdóttir), eða með millifærslu: Kt. 240974-4449, reikn. 0140-05-014805