Skráningu er lokið
Dagsetning
27. des 2025 - 5. jan 2026
Skipuleggjendur
Skíðasamband Íslands
Staðsetning
Beitostølen
Skíðasambandið stendur fyrir árlegri æfingaferð til Noregs um áramótin, dagana 27. desember til 5. janúar. Ferðin er fyrir krakka fædd á árunum 2009-2011 (hæfileikamótunar aldurinn) og afrekshóp SKÍ í skíðagöngu. Stefnan er tekin á Beitostølen sem er paradís skíðagöngumannsins, um 250 km frá flugvellinum á Gardermoen, þangað sem flogið verður. Áætlað er að taka rútu til Beitostølen. Þar er búið að taka frá íbúðir miðsvæðis í bænum sem jafn fram eru nálægt skíðabrautum og ekki síst skíðabúðum :-)
Planið er hægt og rólega að taka á sig mynd en grófa kostnaðaráætlun hljóðar upp á um kr. 200-220 þúsund per barn. Inni í því er flug, taska og skíðafarangur, ferðir til og frá Beitostølen, matur og gisting. Ferðakostnað innanlands greiðir hver fyrir sig. Greiða þarf staðfestingargjald kr. 50 þúsund við skráningu sem gengur upp í gjaldið. Nánari upplýsingar koma inn þegar skýrari mynd er komin á ferðina. Svona ferðir eru frábært tækifæri fyrir krakkana að skíða sig í gang við góðar aðstæður og frábærum félagsskap. Hvet alla til að skrá sig.
Flogið er út að morgni 27. desember og heim frá Oslo í hádeginu 5. janúar.
Nánari upplýsingar veitir Brynja afreksstjóri SKÍ brynja@ski.is, sími: 846 0420
Nafn | Félag |
---|---|
Matthías Karl Ólafsson | Ullur |
Áslaug Yngvadóttir | Ullur |
María Sif Hlynsdóttir | SFÍ |
Þórey Þórsdóttir | SFÍ |