Hæfileikamótun í snjóbrettum/skíðafimi til Stubai í Austurríki

Dagsetning

31. okt 2024 - 9. nóv 2024


Skipuleggjendur

Skíðasamband Íslands

Staðsetning

Stubai Austurríki

Austurrísku Alparnir 2024 - Hæfileikamótun snjóbretta og skíðafimi

Þá er komið að hinni einu sönnu pre-season æfingarferð til Austurríkis sem margir hafa beðið spenntir eftir.

Ferðin hefst á Keflavíkurflugvelli þann 31. október og endar 9. nóvember á Keflavíkurflugvelli.

Flogið verður með Icelandair til Munchen og keyrt þaðan til Stubai þar sem gist verður á hótel Schallerhof í 9 nætur. 

Ef veðurguðirnir verða okkur ekki hliðhollir allan tímann þá stefnum við á að fara í Banger Park (https://bangerpark.com/) að æfa ef svo skyldi vera að ekki sé hægt að æfa upp á jökli.

Þjálfarar ferðarinnar eru Jökull Elí Borg og Oddur Vilberg Sigurðsson. Þeir sáu um þessa ferðina á Hintertux í fyrra og gekk sú ferð mjög vel. 

Mikilvægt er að huga vel að næringu og svefni í svona ferð. Öll neysla áfengis, níkótíns og annara vímuefna er stranglega bönnuð í ferðinni.

Áætlað verð er á milli 255 þús - 275 þús. Lokaverð kemur í ljós þegar skráningu lýkur en það mun ekki fara yfir 275 þús. 

Innifalið:

Flug með tösku og snjóbretta/skíðapoka

Gisting með morgunmat, kvöldmat og nesti upp á jökul. 

Akstur til og frá flugvellinum í Munchen og á staðnum. 

SKÍ greiðir allan þjálfarakostnað.

 

Athugið að aðeins verður farið í ferðina ef 8 eða fleiri skrá sig. 

 

Til þess að vera sem best undirbúin fyrir þessa ferð ráðleggjum við iðkendum að skrá sig í æfingarbúðir BFH í september hér Hæfileikamótun SKÍ og BFH í snjóbretti/skíðafimi - æfingahelgi | Skíðasamband Íslands (ski.is) Þar verðu farið yfir ferðina og einnig gefst iðkendum tækifæri til þess að kynnast þjálfurum og hópnum fyrir ferðina. 

Ef spurningar vakna hafið samband við Brynju afreksstjóra SKÍ í síma 846-0420 eða brynja@ski.is

 

Skráningar

Nafn Félag
Sigurður Ægir Filippusson SKA
Kristófer Máni Gretarsson SKA
Úlfur Harrysson Kvaran BFH
Jens pétur atlason BFH
Bjarmi Hrannarsson SKA
Dagrún Katla Ævarsdóttir SKA
Lukka Viktorsdóttir DAL
Arnar Freyr Jóhannsson BFH
Jökull Bergmann Kristjánsson SKA
Embla Gísladóttir BFH
Kristófer Ómar Gunnarsson SKA
Silja Marinósdóttir SKA
Óli Bjarni Ólason SKA
Óliver Garðarsson BFH
Friðbjörg Rós Jakobsdóttir Utan félags
Steinunn María Þórarinsdóttir Utan félags
Jón Heiðar Kjærnested Utan félags